fimmtudagur, 24. maí 2007

Þankakrókurinn

hugs... hugs...

Ég hef stundum verið sökuð um að hugsa of mikið... hvort það má teljast til kosta eða lasta er erfitt að segja, sjálfsagt sitt lítið af hvoru. En mér verður oftar en ekki minnisstæður þankakrókurinn hans Bangsimons með tvist í tróð, þar sem hann situr þungur á brún, slær sér á höfuð og kyrjar "hugs, hugs". Þannig upplifi ég mig oft á tíðum þegar ég er að sortera eitthvað í kollinum á mér, sem ég virðist hafa mikla þörf fyrir. Hver árangurinn er... ja, það er allt annar handleggur. Þess vegna ætla ég að skapa minn eigin þankakrók, ekki í hundrað-metra-skógi, heldur hér í netheimum. Blessunin litla, hann Bangsímon, má segja vera mér til fyrirmyndar og því vel við hæfi að hefja þankaganginn á hans orðum.

Engin ummæli: