þriðjudagur, 22. maí 2007

Fyrsta bloggið

Ég hef lengi velt fyrir mér hvort ég hefði einhverja ástæðu til að blogga, neee... fann enga og lét það kyrrt liggja. En eftir því sem ég læri að opna mig meira gagnvart umheiminum og njóta lífsins í stað þess að kúldrast ein í mínu horni með mínar hugsanir, sé ég að þetta getur verið þræl-gaman. Ég hef átt margar góðar stundir yfir bloggi hjá vinum og vandalausum, þannig að... hví ekki ? :)
Vissulega má búast við að hingað rati ekkert nema klambur og vitleysa, en hvað um það... ekki er ég fullkomnari en nokkur annar :) Ég vafra um draumalendur lífsins og leitast við að njóta þess sem þar er að finna.
Svo er bara að sjá hvort ég stend við það að halda þessu úti ? Það verður tíminn að leiða í ljós !

Lifið heil :)

Engin ummæli: