mánudagur, 23. júní 2008

Draumur á Jónsmessunótt

Nú er framundan hin kyngimagnaða Jónmessunótt. Ein þeirra nátta sem samkvæmt þjóðtrúnni er töfrum gædd og huldar verur fara á stjá, óskasteinar birtast á yfirborði jarðar og döggin öðlast lækningarmátt. Ein þeirra fjögurra nátta ársins þar sem allt getur gerst.
Þá er best að velja vel hvar dvelja skal á miðnætti. Munu kýrnar mæla sem menn? Verða huldufólk og álfar á vegi þess er dvelur á krossgötum? Munu óskasteinar glóa í þeirri von um að einhver rambi fram á þá? Mun sá er veltir sér nakinn upp úr dögginni fá allra sinna meina bót? Eða breytist lífið allt í slungið ævintýri á borð það sem gerist í einu af snilldarverkum Shakespeare "A Midsummer Night´s Dream"? Ja, hver veit? Eitt er þó víst að töfrar sýna sig aðeins þeim sem á þá trúir. Að sama skapi og draumar rætast aðeins þeim sem trúa því að þeir geti orðið að veruleika. Þetta er því eingöngu spurning um að líta í eigin barm og kanna hvað þar er að finna, hvort þar finnist trú á hið yfirnáttúrulega í sjálfum okkur. Ef svo er er um að gera að athuga hvort veröldin breytir um ham og gefur okkur innsýn í þennan draumaheim sem nóttin er talin bera í skauti sér.
Sjáum svo til hvað gerist og eigið góðar stundir á Jónsmessunótt, sem og ávallt :)
Fyrir þá sem vilja kynna sér frekar sagnir um Jónsmessunótt og aðrar töfrastundir bendi ég á http://visindavefur.hi.is/ sem og þjóðsögur Jóns Árnasonar og annarra. Verk Shakespeare´s má hvort sem er leigja á næstu myndbandaleigu eða finna í fullri útgáfu á slóðinni:

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú veist hvað ég get verið tóm og vitlaus í kollinum...well.það má orða það svo að ég skildi ekki neitt af því sem þú skrifaðir...það eina sem ég náði var: jónsmessunótt, huldufólk, álvar og shakespeare...that´s it.