sunnudagur, 22. júní 2008

Komin á ról

Jæja, þá er ég vöknuð úr dvala og komin á ról. Það er vel við hæfi að byrja á að setja inn nokkrar myndir úr síðasta göngutúrnum mínum, sem ég fór um skjálftasvæðið á suðurlandi á dögunum.


Víða mátti sjá skriður og grjóthrun, þetta bjarg setti svip sinn á austurhlíð Ingólfsfjalls.


Skemmtilegar hraðahindranir á slóðanum undir Ingólfsfjalli sunnan til


Fleytikerlingar niður brekkuna


Hrun í Silfurbergi

Kyrrlátt yfir að líta titrandi jörð


Skemmugafl á Eyrarbakka

1 ummæli:

sunja sagði...

loksins fór eitthvað að gerast á þessari síðu.hehe
ekkert smá look eftir suðurlandsskjálftann.öfunda þig að hafa farið og skoðað þetta.hehe.ég hefði hvort sem er ekki meikað það eða réttara sagt lappirnar hefðu ekki meikað það.