þriðjudagur, 15. júlí 2008

Eitt ónefnt úr eldra safni

Daggartár fellur af laufi þínu
og glitrar á er það lendir mjúklega í lófa mér
það er lífið sjálft
og ég umlyk það höndum
svo megi það dafna um stund
uns tími er kominn að veita því frelsi á ný

er ég lýk upp lófa mínum
flögrar þar litfagurt fiðrildi
til himins og frjálst

Engin ummæli: